Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Samtakamátturinn er mikill, með sameiginlegu átaki hefur Landbúnaðarklasinn alla burði til að verða mikilvægt hreyfiafl til góðra verka fyrir aðildarfélaga sína. 

Stefnumótun og fjármögnun.

Með þann grunn sem nú þegar er kominn og reynslu klasans af samstarfi við fjölmarga öfluga aðila, er tímabært að mynda kjarnahóp Landbúnaðarklasans, fyrirtæki og félög sem má kalla til ábyrgðar á þróun íslensks landbúnaðar. Aðilar, félög og fyrirtæki sem sjá sér hag í að taka þátt í að móta framtíð og fjármagna klasann í samræmi við stærð og umfang viðkomandi aðila. 

Ef þú og þitt fyrirtæki eða rekstur, hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp og tilheyra öflugum klasa, getur reynsla, áhugi og skoðun þín haft áhrif á mótun og eflingu klasans, þannig að allir hafi þar nokkurn hagnað. 

Við sækjumst eftir áliti þínu og hugmyndum um þróun klasans og eflingu til framtíðar. Áherslan um þessar mundir er á nýsköpun og sprotastarf og hvernig hægt sé að hámarka framlegð í samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla.

Gerast félagi

Aðildarumsókn fyrir Landbúnðarklasann.

Nafn *
Nafn