Landbúnaðarklasinn er með samning við Sjávarklasann og Matarauð Íslands um að veita aðstöðu fyrir frumkvöðla í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa nýtt sér kosti samningsins eru meðal annars:
- Pure Natura - fæðubótarefni, tilnefnt til Emblu verðlauna 2017
- Gagnsjá ehf. - gæðastýring fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
- Ljótu kartöflurnar - betri nýting á ræktuðum kartöflum, fékk verðlaunin Matarsprotinn 2017.
- Lamb Street Food - Kebab og falafel úr íslensku lambakjöti.
- Lava Cheese - ostasnakk
- Kúbalúbra - Kombucha Iceland
- Bone & Marrow - kraftur úr beinum og merg

Pure Natura tilnefnd til EMBLU verðlaunanna 2017, sem matarfrumkvöðull Íslands.
"Okkur hjá Pure Natura finnst mikilvægt að bæta nýtingu og vinnslu landbúnaðarafurða hér á landi og fylgja fordæmi sjávarútvegsins í þessum efnum. Þetta snýst um innlenda verðmætasköpun en einnig virðingu gagnvart skepnunni sem búið er að slátra, að hún sé betur nýtt".