Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður 6. júní 2014. Hugmyndin með klasanum er að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi.  

Stjórn Bændasamtakanna vildi breyta umtali um íslenskan landbúnað, frá því að horfa á þrönga hagsmuni bænda, yfir í að tala um gildi landbúnaðar og umfang í atvinnulífinu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var látin vinna mat um umfang og starfafjölda í landbúnaði, ekki bara í frumframleiðslu heldur í afleiddum störfum. Niðurstaða þeirrar vinnu sýndi að um 10.000 störf voru talin tengjast íslenskum landbúnaði.

Í framhaldinu fór af stað bolti sem varð að lokum að Landbúnaðarklasanum. Það er í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar, að til sé sameiginlegur vettvangur bænda, félaga og fyrirtækja sem þeim tengjast.

Sýn klasans og markmið

Landbúnaðarklasinn myndar vettvang ólíkra aðila í landbúnaði og tengdum greinum, með það að markmiði að:

 • Gæta sameiginlegra hagsmuna og kynna þá fjölþættu starfsemi sem tengist landbúnaði.
 • Deila þekkingu sín á milli.
 • Stuðla að framþróun og nýsköpun.
 • Stuðla að upplýstri umræðu um markaðssetningu landbúnaðarafurða og matvæla.
 • Stuðla að viðburðum sem styðja við aukna verðmætasköpun á öllum stigum matvæla- og annarri framleiðslu innan landbúnaðarins.

3. LOGO LANDBUNADAR KLASINN transparent.png

Í stjórn klasans eru:

 • Finnbogi Magnússon, formaður - Jötunn Vélar
 • Sunna Gunnars Marteinsdóttir, varaformaður - MS
 • Berglind Hilmarsdóttir - bóndi
 • Einar Gunnar Guðmundsson - Arion banki hf.
 • Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi
 • Tjörvi Bjarnason - Bændasamtökin
 • Þórir Haraldsson - Lífland ehf.
“Raunveruleg verðmæti samfélagsins eru auðlindir lands og sjávar og síðan fólkið sjálft, hæfileikar þess, menntun, þekking og menningin sem gerir okkur að þjóð”.
— Emma Eyþórsdóttir, Hátíðarræða Búnaðarþings 2009